Heim        Um mig            Þjónusta           KaraConnect        Hafa samband   

HVER ER ÉG.

 

Ég býð upp á þjónustu iðjuþjálfa sem verktaki. Ég bý að áralangri reynslu í ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Ég hef starfað við að þjónusta börn, aldraða og fullorðna einstaklinga með ýmsar skerðingar frá því ég var unglingur og gekk menntaveginn hérlendis sem erlendis. Ég útskrifaðist úr námi sambærilegu sjúkra- og félagsliðanum 2004 í Kaupmannahöfn eftir að ég lauk stúdentsnámi á hagfræðibraut, markaðslínu frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Í kjölfarið fer ég í nám í iðjuþjálfun og útskrifast sem iðjuþjálfi frá Ergoterapeutskolen í Kaupmannahöfn, sem nú nefnist Metropol, í ársbyrjun 2008. Árið 2014 lauk ég norrænu meistaranámi í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands sem var með staðlotur í Noregi og Finnlandi, mér til gamans tók aukalega áfanga um breytingarstjórnun. Í meistaranáminu er lögð sérstök áhersla á þá þætti sem hafa áhrif á farsæla öldrun sem lög og réttindi þeirra en námsefnið á ekki síður við um þá sem yngri eru því við eldumst jú alla ævi. Auk þessa hef ég sótt ýmis námskeið og ráðstefnur í tengslum við stjórnun, samskipti og þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga sem og málþing tengd málefnum barna, einstaklinga með fatlanir, aldraðra, geðsjúkdóma og velferðartækni.

 

Ég hef starfað á ýmsum vettvangi t.d. í heimaþjónustu hér á landi og í Kaupmannahöfn, í búsetuúrræði fyrir einstaklinga með þroskafrávik og fatlanir, verið deildarstjóri í búsetuúrræði fyrir börn og unglinga með fjölþættan hegðunarvanda sem og deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég hef starfað sem stundakennari fyrir félagsliðanema í grunn- og viðbótarnámi frá árinu 2013 í Borgarholtsskóla, leiðbeint og verið í hlutverki kennara í vettvangsnámi iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri. Frá upphafi ársins 2017 hef ég verið að aðstoða við rannsóknarstörf innan öldrunarfræða við Háskóla Íslands og þann 1. maí síðastliðinn tók ég við stöðu verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg í tengslum við endurhæfingu í heimaþjónustu.

 

Ég er gift og búsett í Hafnarfirði og á tvo drengi, 5 ára og 15 ára. Ég hef virkilega gaman af starfi mínu sem iðjuþjálfi og nýt þess að geta veitt einstaklingum aðstoð við að vera sjálfbjarga, að viðhalda eða endurhæfa fyrri getu, að ná settum markmiðum, að upplifa lífsgæði og vellíðan, að gera þær athafnir og tómstundir sem skipta þá máli og að vera félagslega virkir.

 

Netfang: [email protected]

Facebook síða: https://www.facebook.com/idjuthjalfi

Sími: 848-6509

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandínavíska).

 

Hér má sjá brot af þeim viðtölum, greinum og ritgerðum sem ég hef verið hluti af í gegnum tíðina:

 

Góð áhrif af samvinnu á milli kynslóða http://www.hrafnista.is/um-hrafnistu/frettir/fostudagsmolar/445-foestudagsmolar-12-februar-2016-gestaskrifari-er-gudhrun-johanna-hallgrimsdottir-deildarstjori-idhjuthjalfunar-og-felagsstarfs-hrafnistu-i-hafnarfirdhi

 

Fjölbreytileiki mikilvægur í tómstundastarfi fyrir aldraða http://www.fritiminn.is/fjolbreytileiki-mikilvaegur-i-tomstundastarfi-fyrir-aldrada

 

Tónlist gleður Alzheimersjúklinga (Titill átti að vera Tónlist gleður einstaklinga með alzheimer og heilabilun skv upplýsingum frá mér) https://lifdununa.is/grein/tonlist-gledur-alzheimersjuklinga

 

Þörf fyrir kynlíf fylgir manneskjunni alla ævi https://lifdununa.is/grein/thorf-fyrir-kynlif-fylgir-manneskjunni-alla-aevi

 

Hvenær telst maður gamall? http://www.visir.is/g/2013706259955/hvenaer-telst-madur-gamall-

 

NordMaG nemi hlýtur rannsóknarstyrk http://www.hi.is/frettir/nordmag_nemi_hlytur_rannsoknarstyrk

 

Þegar heilsan brestur þá breytist margt. Upplifun aldraðra karlmanna af búsetu á öldrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Lokaverkefni í Msc í öldrunarfræðum. https://oatd.org/oatd/record?record=handle%5C%3A1946%5C%2F17822

 

Information og beslutninger i evidensbaseret ergoterapeutisk praksis - set med patientens øjne. Lokaverkefni í Bs í iðjuþjálfunarfræðum.

Heim         Um mig         Þjónusta        KaraConnect       Hafa samband