Heim        Um mig            Þjónusta           KaraConnect        Hafa samband   

 

Hjá HeimaStyrk er boðið upp á ráðgjöf, þjálfun og fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir.

Þar starfar Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan félags-, heilbrigðis- og fyrirtækjaþjónstu sem og viðskipta. Ýmis þjónusta er í boði og má þar nefna meðal annars mat á færni og getu einstaklinga á hreyfigetu, minni og rökhugsun, aðstæður heima, í vinnu eða skóla tengt aðgengi og sjálfsbjargagetu, akstursfærni, ráðgjöf varðandi velferðartækni, hjálpartæki og tæknilausnir, vinnuvernd, stuðning við daglegt líf og orkusparandi vinnuaðferðir og ráðgjöf tengt þróun á vöru eða þjónustu.

Netfang: [email protected]

Sími: 848-6509

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandínavíska).

 

Dæmi um þjónustu á vegum HeimaStyrks:

- Heimilið notandans yfirfarið í samráði við hann til að kanna öryggi og styðja hann til sjálfshjálpar, umhverfi breytt eða munir fjarlægðir sem gætu talist áhættusamir og bent á þau hjálpartæki sem gætu reynst notandanum vel miðað við hans þarfir. Aðstoð er veitt við að koma breytingunum í framkvæmd inn á heimili notandans.

- Aðstoð við að velja og sækja um hjálpartæki hjá Sjúkratryggingum Íslands.

- Ráðgjöf í tengslum við velferðartækni og lausnir.

- Aðstoð og ráðgjöf við að nálgast þjónustu sem vantar hjá ríki eða viðkomandi sveitarfélagi.

- Aðstoð við að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika.

- Fyrirlögn matstækja til að meta getu og færni s.s. minnisgetu, félagslegar aðstæður, fínhreyfingar og fleira.

- Aðstoð við að koma skipulagi á daginn og vikuna með jafnvægi í daglegu lífi að leiðarljósi eftir veikindi eða vegna veikinda.

- Þjálfun í athöfnum daglegs lífs sem fer fram á heimili notandans, í vinnu, skóla eða frístundastarfi ef það á við.

- Aðstoð við að komast af sjálfsdáðum t.d. í matvörubúð, apótek eða til læknis.

- Aksturshæfni metin með lausnamiðaðri hugsun.

- Fræðsla í tengslum við heilsu, vellíðan og lausnir.

- Mat á vinnuaðferðum, verklagi og vinnustellingum starfsmanna þar sem hætta er á óþarfa sliti á líkama eða stoðkerfisvanda vegna starfsins t.d. í umönnunarstarfi eða í tilfærslum á einstaklingum eða við flutning á þungum hlutum milli staða.

- Ráðgjöf við að þróa þjónustu fyrirtækja, sveitarfélaga eða stofnana.

- Í boði er að gera greinagerð um aðstæður einstaklinga ef það þarf að óska eftir frekari þjónustu á vegum ríkis eða sveitarfélaga.

 

Gildi HeimaStyrks eru virðing, fagmennska og vellíðan.

 

HeimaStyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga til sjálfshjálpar.

Heim         Um mig         Þjónusta        KaraConnect       Hafa samband