Besti tími ársins í 150 metra skeið, Siggi vill 150 metra skeið...

Besti tími ársins í 150 metra skeið, Siggi vill 150 metra skeið á HM

Deila

Á Metamóti Spretts var par mótsins valið og í fyrsta sinn var skeiðhestur fyrir valinu. Voru það þeir Léttir frá Eiríksstöðum og Sigurður V. Matthíasson sem sigruðu 150 metra skeiðið, en þeir fóru á tímanum 13.95 sek. sem er besti tími ársins í 150 metra skeiði eftir heimildum Hestafrétta! Sigurður eignaðist þennan hest fyrir ári síðan, og er hann búinn að vera að dúlla við hann síðan þá eins og hann sagði við blaðamann Hestafrétta í dag á Metamóti.

Sigurður vill fá að sjá breytingu á skeiðgreinum á Heimsmeistaramóti! hann telur 150 metra skeið hafa alveg jafn mikinn rétt á sér eins og aðrar greinar sem keppt er í á hestamótum. Telur hann 150 metra skeið vera tilvalin grein til að hafa stemmingu og nánd við áhorfanda á HM. Tóku margir undir sem hlustuðu á samræðurnar! hver veit nema að við förum að fá 150 metra skeið inn á HM í framtíðinni ??

Ný skoðunnarkönnun er kominn inn á Hestafréttir og vonumst við til að sem flestir taki þátt!

Til hamingju Siggi Matt!!!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD