Ung íslensk stúlka Danmerkurmeistari

Ung íslensk stúlka Danmerkurmeistari

Deila

Gaman að geta að ung stelpa sigraði gæðingakeppni í Danmörku og er því Danmerkurmeistari. Stúlkan heitir Askja Ísabel Þórsdóttir og er ættuð og uppalin í Grindavík. Hún er 11 ára gömul og er að vinna í annað sinn, en hún vann einnig árið 2013 á sama hesti. En 2014 steig hesturinn illa á sig í kerrunni á leiðinni á mótið og náði því ekki að vera með það árið. Hesturinn hennar er Ómur frá Gislholti og voru þau sem eitt í keppninni í ár.

 

Askja_DM_FlaskePosten_3

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD