Heiða Rún og Krás frá Árbæjarhjáleigu Íslandsmeistarar í fjórgangi unglinga

Heiða Rún og Krás frá Árbæjarhjáleigu Íslandsmeistarar í fjórgangi unglinga

Deila

Heiða Rún Sigurjónsdóttir og Krás frá Árbæjarhjáleigu sigra A-úrslit í fjórgang unglinga með einkunnina 6,80. Hún er systir Arnars Mána sem sigraði barnaflokkinn og vann hún eins og bróðir sinn B-úrslit í gær og vann sér inn sæti í A-úrslitum í dag. Þetta e rí fyrsta sinn sem systkini vinna B-úrslit og A-úrslit.

 

RÚV tók viðtal við Heiðu Rún og þar segir hún frá því að merin sé í eigu vinkonu  mömmu hennar, en er hún og merin séu mjög góðar vinkonur. Hún segir að það hafi allar gangtegnurdir gengið vel upp og veirð góðar en hún var best í yfirferðinni sem er ekki hennar sterkasta hlið. Að lokum segir hún eftir þessa hörðu keppni “Maður verður að hafa spennu í þessu!”

Fjórgangur V1
A úrslit Unglingaflokkur –
Mót: IS2015SPR114 – Íslandsmót barna og unglinga Dags.: 12.7.2015
Félag:
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Heiða Rún Sigurjónsdóttir / Krás frá Árbæjarhjáleigu II 6,80
2    Þórdís Inga Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 6,73
3    Hákon Dan Ólafsson / Vikur frá Bakka 6,67
4-5    Anna-Bryndís Zingsheim / Spretta frá Gunnarsstöðum 6,63
4-5    Viktor Aron Adolfsson / Óskar Örn frá Hellu 6,63
6    Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Búi frá Nýjabæ 6,10

 

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD