Glódís Rún tryggir sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð í tölti – “Þetta...

Glódís Rún tryggir sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð í tölti – “Þetta er búið að vera erfitt”

Deila

Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík sigra A-úrslit í tölti T1 barnaflokks með einkunnina 6,94 . Fengu þau meðal annars 7,67 fyrir yfirferð sem var yfirburða hæsta einkunnin.

Er þetta fjórði Íslandsmeistaratitilinn hennar fjórða árið í röð í tölti. En þetta var seinasta Íslandsmótið hennar í barnaflokk og fer hún nú í unglingaflokk.

Glódís Rún segir í viðtali við RÚV að þetta sé búið að vera erfitt. Þetta er búin að vera rosalega sterk keppni en hún er rosalega ánægð. Hún segir Kamban vera rosalega skemmtilegan hest og hefur hann alveg bjargað henni núna. Þegar Glódís Rún er spurð útí aldur Kambans segir hún hann vera á besta aldri, en hann er jafnaldri hennar. Það er enginn metingur hjá þeim systkinum en eru þau öll að keppa á fullu, þau eru saman í þessu sporti sagði þessi glæsilegi knapi sem færir sig nú uppí unglingaflokk.

glodis-kamban-islm

Innilega til hamingju með titilinn Glódís Rún og Kamban!

Tölt T1
A úrslit Barnaflokkur –
Mót: IS2015SPR114 – Íslandsmót barna og unglinga Dags.: 12.7.2015
Félag:
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 6,94
2    Kristófer Darri Sigurðsson / Lilja frá Ytra-Skörðugili 6,67
3    Katla Sif Snorradóttir / Gustur frá Stykkishólmi 6,56
4    Arnar Máni Sigurjónsson / Penni frá Sólheimum 6,06
5    Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 5,83
6    Stefanía Hrönn Stefánsdóttir / Dynjandi frá Höfðaströnd 5,56

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD