Átta hryssur á Íslandi fengu 9,5 fyrir tölt í ár

Átta hryssur á Íslandi fengu 9,5 fyrir tölt í ár

Deila
Hamborg frá Feti undan Stíganda frá Leysingarstöðum. Knapi Sigurður Sigurðsson

Átta hryssur fengu 9,5 í einkunn fyrir tölt á Íslandi 2013. Þetta sýndir glöggt hve vel miðar í hrossaræktinni, ekki síðst fyrir eiginleikan tölt. Þetta slær þó ekki út árgangurinn frá því árið 2011 fengu sjö hryssur 9,5 í einkunn og tvær hryssur; Díva frá Álfhólum og Alfa frá Blesastöðum, fengu  10 fyrir tölt.

Tvær af þessum hryssum eru undan Eldjárni frá Tjaldhólum og tvær undan Sveini-Hervari frá Þúfu. Aðrar eru undan Hugin frá Haga, Vilmundi frá Feti, Stíganda frá Leysingjastöðum  og Álfi frá Selfossi.

Athygisvert hvað Sveinn-Hervar stendur alltaf fyrir sínu. Hann fékk 1. verðlaun fyrir afkvæmi á LM2006 en náði ekk heiðursverðlaunum í framhaldinu eins og margir bjuggust við. Orrasynir eru svo, engum að óvörum, að reynast vel sem tölthestafeður. Kvika frá Leirubakka er yngsta hryssan í þessum hópi aðeins fimm vetra gömul.

 

Fæðingarnúmer Nafn Upprunni Sýningarár Dómsland Sköpulag Hæfileikar Aðaleink.
IS2007286220 Fura Hellu 2013 IS 8.46 8.58 8.53
IS2007284988 Mirra Litla-Moshvoli 2013 IS 7.91 8.65 8.35
IS2008286701 Kvika Leirubakka 2013 IS 8.13 8.44 8.31
IS2007255022 Fura Stóru-Ásgeirsá 2013 IS 8.24 8.34 8.3
IS2005286901 Hamborg Feti 2013 IS 8.13 8.37 8.27
IS2006255355 Vág Höfðabakka 2013 IS 8.01 8.15 8.1
IS2003225401 Grýta Garðabæ 2013 IS 7.78 8.3 8.09
IS2007225101 Assa Mosfellsbæ 2013 IS 7.7 7.78 7.75

 

Kvika frá Leirubakka á LM2012. aðeins fjögurra vetra gömul. Flugrúm og fasmikil.
Kvika frá Leirubakka á LM2012. aðeins fjögurra vetra gömul. Flugrúm og fasmikil.

 ——————————————————————————————————————————–

 

Hamborg frá Feti undan Stíganda frá Leysingarstöðum. Knapi Sigurður Sigurðsson
Hamborg frá Feti undan Stíganda frá Leysingarstöðum. Knapi Sigurður V. Matthíasson.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD