"Ég elska að vinna við að temja"

"Ég elska að vinna við að temja"

Deila

“Ég nenni þessu, vegna þess að ég elska að vinna við temja,” segir Hallgrímur Birkisson í Kirkjubæ. Hallgrímur er samt ekki þekktur fyrir að vera með mikla tilfinningasemi, heldur frekar hitt, að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. “Það þýðir ekkert að láta veðrið trufla sig,” segir hann. “Maður finnur lítið fyrir því þegar maður er kominn á stað.” 

Hallgrímur hefur búið og starfað við tamningar í Kirkjubæ á Rangárvöllum í rúmt ár, og líkar vel. “Ég er mjög hrifinn af hrossum frá Kirkjubæjarbúinu sem ég hef tamið. Flest voru trippin núna undan Fána frá Kirkjubæ. Ég keppti líka aðeins á Fána í sumar en síðan keypti Siggi Sig. hestinn.”   Eins og komið hefur fram hér á Hestafréttum þá var Fáni einn hæst dæmdi klárhesturinn röðum stóðhesta í ár, með 8,26 í einkunn.

Fáni frá Kirkjubæ, knapi Hallgrímur Birkisson. Á íþróttamóti á Selfossi í vor. Ljósm: kirkjubaer.is
Fáni frá Kirkjubæ, knapi Hallgrímur Birkisson. Á íþróttamóti á Selfossi í vor.
Ljósm: kirkjubaer.is

http://www.hestafrettir.is/straumur-fra-feti-er-haest-daemdi-klarhesturinn-2013/

Hallgrímur segir að honum hafi yfirleitt gengið nokkuð vel að selja hesta. “Maður þarf kannski að hafa aðeins meira fyrir því í dag. Hestarnir þurfa að vera vel tamdir og þjálfaðir. Ekki er verra ef hægt sé að fara með þá á brautina, annað hvort í keppni eða á kynbótasýningu. En ég kvarta ekki,” sagði Hallgrímur þegar Hestafréttir heimsóttu hann í vikunni. “Geturðu ekki komið inná að ég tek ennþá hesta frá öðrum í tamningu þó ég sé að temja hér í Kirkjubæ. Eftir að ég kom hingað virðast margir halda að ég sé bara að temja hrossin frá Kirkjubæjarbúinu,” segir Hallgrímur að lokum.

Hallgrímur Birkisson er búin að vera í þessum bransa í næstum 30 ár og hefur aldrei látið deigan síga.
Hallgrímur Birkisson er búin að vera í þessum bransa í næstum 30 ár og hefur aldrei látið deigan síga.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD