Afkvæmahestar: Blær frá Torfunesi gefur vökrustu hrossinn

Afkvæmahestar: Blær frá Torfunesi gefur vökrustu hrossinn

Deila
Blær frá Torfunesi. Mesti skeiðhestafaðirinn á Íslandi í dag. Knapi Þorvar Þorsteinsson.

Blær frá Torfunesi er efstur afkvæmahesta á Íslandi fyrir skeið, samkvæmt nýju kynbótamati sem kynnt var í haust. Blær er landsþekktur gæðingur undan Markúsi frá Langholtsparti og Bylgju frá Torfunesi, dóttur Baldurs frá Bakka. Hann fékk sinn besta dóm 8,55 vorið 2005. Fyrir hæfileika fékk hann 8,80. Meðal annars 9,0 fyrir skeið og 9,5 fyrir brokk.

Blær vakti mikla athygli  og stóð efstur í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti Austurlands árið 2007. Í dag er hesturinn í þjálfun hjá Ísólfi Líndal á Lækjamóti. Ekki er ólíklegt að honum verði teflt fram að nýju í A-flokki gæðinga, kannski á LM2014. Blær hefur lítið tekið þátt í keppnum eftir að hann lenti í hrakningum haustið 2007.

Blær tekur þar fram úr hestum eins og Hugin frá Haga, Þóroddi frá Þóroddsstöðum, Stála frá Kjarri og Adam frá Ásmundarstöðum. Í öðru sæti er Huginn frá Haga og kemur það fáum á óvart. Þriðji er Þytur frá Neðra-Seli undan Ófeigi frá Flugumýri. Nýr á lista er Ás frá Ármóti, sonur Sæs frá Bakkakoti, með 123 stig.

Miðað er við hesta á Íslandi sem eiga 15 eða fleiri dæmd afkvæmi og eru með a.m.k. 110 stig í aðaleinkunn.

Fæðinganr. Nafn Upprunni Skeið Aðaleink. Dæmd afkv.
Nr. 1 IS1999166214 Blær Torfunesi 125 123 33
Nr. 2 IS1994166620 Huginn Haga I 124 117 77
Nr. 3 IS1999186987 Þytur Neðra-Seli 123 117 19
Nr. 4 IS2000186130 Ás Ármóti 123 117 15
Nr. 5 IS1998137637 Akkur Brautarholti 122 120 19
Nr. 6 IS1999188801 Þóroddur Þóroddsstöðum 122 120 84
Nr. 7 IS1989165520 Óður Brún 122 113 171
Nr. 8 IS1990157003 Galsi Sauðárkróki 122 114 126
Nr. 9 IS1998187002 Stáli Kjarri 121 121 59
Nr. 10 IS1987187700 Oddur Selfossi 121 116 110
Nr. 11 IS1988165895 Gustur Hóli 120 121 270
Nr. 12 IS1998184713 Aron Strandarhöfði 120 120 128
Nr. 13 IS1981187020 Kolfinnur Kjarnholtum I 119 114 217
Nr. 14 IS2001185028 Víðir Prestsbakka 119 122 17
Nr. 15 IS1998187054 Gári Auðsholtshjáleigu 118 127 67
Nr. 16 IS1989187600 Flygill Votmúla 1 118 116 22
Nr. 17 IS1993186930 Adam Ásmundarstöðum 118 117 114
Nr. 18 IS2001186915 Vilmundur Feti 117 125 41
Nr. 19 IS1996181791 Geisli Sælukoti 116 115 29
Nr. 20 IS1989184551 Þorri Þúfu í Landeyjum 115 116 122
Nr. 21 IS1989188560 Kolskeggur Kjarnholtum I 115 116 36
Nr. 22 IS1993187449 Markús Langholtsparti 114 120 74
Nr. 23 IS1986157700 Kveikur Miðsitju 114 110 144
Nr. 24 IS1997186183 Sær Bakkakoti 113 123 163
Nr. 25 IS2000135815 Sólon Skáney 113 120 29

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD