"Haustið er besti tíminn"

"Haustið er besti tíminn"

Deila

“Haustið er besti tíminn fyrir frumtamningar,” segir Alexander Hrafnkelsson í Hestasýn einn ötulasti tamningamaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. “Ég er með hesta á húsi meira eða minna allt árið en ég tók mér reyndar aðeins frí í september í ár. Best er samt að byrja að frumtemja snemma á haustinn og sleppa svo trippunum út aftur,” segir Alexander, oft kallaður Alli blindi. Víst er að Alli er ekki einn um þá skoðun að best sé nota haustin vel. Flestir metnaðarfyllstu hrossaræktendurnir í dag hafa þann háttinn á að temja á haustin.

Alli segir að það séu breyttir tímar í hestamennskunni. “Fyrir nokkrum árum keypti ég stundum nokkra hesta á sumrin og hafði tekjur af sölu á þessum hrossum á haustinn og yfir veturinn. Þetta er liðin tíð,” segir Alli. “Það er orðið erfiðara að selja hesta og lítið á það að treysta. Í dag treysti ég meira á tekjur af hestum sem ég tek í tamningu fyrir aðra.” Alli segist yfirleitt hafa nóg að gera í tamningunum, segir að það megi að hluta þakka því hve góða aðstöðu hann hafi. Alli og Ólöf kona hans keyptu á sínum tíma eitt glæsilegasta hesthúsið í Mosfellsbæ, með 450 fermetra reiðhöll.

Alexander Hrafnkelsson stundar frumtamningar af kappi á haustin
Alexander Hrafnkelsson stundar frumtamningar af kappi á haustin

Alli segir að það sé nauðsynlegt fyrir hann að hafa góða aðstöðu og reiðhöll með góðri lýsingu, því hann sjái ekki nógu vel. En fer svo að tala um að hann sé helvíti góður sá skjótti. “Hann var alltof horaður í fyrra þegar ég tók hann úr hryssum en nú hann er allur annar.” Segir Alli og nær í jarpskjóttan fola út í gerði sem hann stillir upp á stéttinni. “Þetta er geðgóður foli og hágengur, undan jörpu merinni, þú veist.” sagði Alli við blaðmann Hestafrétta, sem átti leið um hesthúsahverfið á Varmárbökkum í dag.
“Hann verður góður þessi,” segir Alli að lokum.

Alli hefur mikla trú á Stefni frá Hestasýn sem er foli úr hans ræktun. Faðir: Álfur fra Selfossi Móðir: Ör frá Miðhjáleigur Ae: 8,44 Ljósm: hestasyn.is
Alli hefur mikla trú á Stefni frá Hestasýn sem er foli úr hans ræktun. Faðir: Álfur fra Selfossi Móðir: Ör frá Miðhjáleigur Ae: 8,44
Ljósm: hestasyn.is
Alli sýnir Gutta Pet frá Bakka, sem var hans helsti keppnishestur um árabil  Ljósm: hestasyn.is
Alli sýnir Gutta Pet frá Bakka, sem var hans helsti keppnishestur um árabil
Ljósm: hestasyn.is

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD