Hryssur hafa aldrei unnið A-flokk gæðinga á LM

Hryssur hafa aldrei unnið A-flokk gæðinga á LM

Deila

Nú í aðdraganda LM2014 er gaman að rifja aðeins upp nöfn þeirra hesta sem unnið hafa A-flokk gæðinga frá því fyrsta eiginlega landsmótið var haldið á Þingvöllum árið 1950. Alls hafa tuttugu landsmót verið haldin.  Sautján alhliða gæðingar hafa verið krýndir sigurvegarar á landsmótum.

Þrír hestar hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Helstan ber þar að nefna Geisla frá Sælukoti sem vann A-flokkinn árin 2004 og 2006. Yfirburðir Geisla í þessari grein voru slíkir, að hann er í hugum sumra besti alhliða gæðingur sem fram hefur komið á landsmóti. Blær frá Langholtskoti og Stjarni frá Oddsstöðum eru einnig  hestar sem afrekuðu það að vinna gæðingakeppni á landsmóti tvisvar sinnum.

Á sex síðustu landsmótum hafa graðhestar unnið A-flokk gæðinga. Sjöundi graðhesturinn, Galsi frá Sauðárkróki, vann á LM1998. Þar fyrir utan hafa geldingar unnið í keppni alhliða hesta á landsmótum. Samtals tíu geldingar og sjö stóðhestar.

Það er e.t.v. kunnara en frá þurfi að segja, að hryssur hafa aldrei unnið A-flokk gæðinga á landsmótum. Á síðasta landsmóti náði aðeins ein hryssa, Lotta frá Hellu, að komast í úrslit. Spurningin er, eiga hryssur raunhæfa möguleika á sigri í A-flokk miðað við keppnisfyrirkomulagið í dag? Er yfir höfuð sanngjarnt að láta hryssur keppa á móti graðhestum eða þrautþjálfuðum, öflugum geldingum?

Sigurvegar í A-flokki gæðinga á landsmótum frá upphafi

 • 1950 Stjarni frá Hólum, Hjaltadal
 • 1954 Stjarni frá Oddstöðum, Borgarfirði
 • 1958 Árna-Blesi frá Sauðárkróki
 • 1962 Stjarni frá Oddstöðum, Borgarfirði
 • 1966 Blær frá Langholtskoti, Árnessýslu
 • 1970 Blær frá Langholtskoti, Árnessýslu
 • 1974 Núpur frá Kirkjubæ, Rángarvallarsýslu
 • 1978 Skúmur frá Stórulág, Austur-Skaftarfellssýslu
 • 1982 Eldjárn frá Hvassafelli, Eyjarfirði
 • 1986 Júni frá Syðri-Gróf, Árnessýslu
 • 1990 Muni frá Ketilsstöðum, Völlum
 • 1994 Dalvar frá Hrappstöðum, Dalasýslu
 • 1998 Galsi frá Sauðárkróki
 • 2000 Ormur frá Dallandi, Mosfellsbæ
 • 2002 Adam frá Ásmundarstöðum, Rangárvallarsýslu
 • 2004 Geisli frá Sælukoti
 • 2006 Geisli frá Sælukoti
 • 2008 Aris frá Akureyri
 • 2011 Ómur frá Kvistum, Rangárvallarsýslu
 • 2012 Fróði frá Staðartungu, Skagafirði

 

frodi stadartungu
Fróði frá Staðartungu vann A-flokk gæðinga með glæsibrag á LM2012. Faðir hans er Hágangur frá Narfastöðum. Sigur Fróða var nokkuð óvæntur. Fimm vetra gamall fékk hann góðan kynbótadóm, ae: 8,18, sem klárhestur með tölti, 5 fyrir skeið. Ári seinna hækkaði hann skeiðeinkunn sína upp í 9,0 á LM2008. Knapi Sigurður Sigurðsson.

lotta-350x250
Sjarmatröllið og vekringurinn Lotta frá Hellu var eina hryssan á LM2012 sem blandaði sér í toppbaráttuna í A-flokki. Eftir milliriðla náði hún inn í B-úrslit sem hún vann. Endaði í fjórða sæti í A-úrslitum á móti fimm graðhestum og tveimur fullorðnum geldingum. Knapi Hans Þór Hilmarsson.

Ómur frá Kvistum
Ómur frá Kvistum vann A-flokk LM2011 með nokkrum yfirburðum. Hann var sjötti graðhesturinn sem vann A-flokk á LM. Ómur er undan Víglundi frá Vestra-Fíflholti og Orku frá Hvammi Oturdóttur. Ómur var efstur í 5 vetra flokki stóðhesta á LM2008, með 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir fegurð í reið. Knapi Hinrik Bragason.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD